Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. janúar 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
Owen telur að sjálfselska Salah sé vandamál fyrir Liverpool
Owen er ekki sáttur við Salah.
Owen er ekki sáttur við Salah.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að „gríðarleg sjálfselska" Mohamed Salah sé farin að vera vandamál fyrir liðið.

Liverpool hefur verið í vandræðum með markaskorun að undanförnu en liðið er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er mikil sjálfselska í kringum Liverpool um þessar mundir. Mo Salah er ekki að gefa boltann frá sér. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að senda frá sér en þetta er komið á öfgakennt stig," segir Owen.

„Í síðustu leikjum hef ég pælt í því hvað hann sé eiginlega að hugsa."

Þetta er ekki nýr vinkill á umræðuna varðandi markahæsta leikmann Liverpool. En samkvæmt tölfræðinni hefur Salah reyndar átt fleiri sendingar en Firmino og Mane í síðustu þremur leikjum af fjórum.

Salah hefur verið orðaður við spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner