Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 20. janúar 2021 10:09
Elvar Geir Magnússon
Owen telur að sjálfselska Salah sé vandamál fyrir Liverpool
Michael Owen, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að „gríðarleg sjálfselska" Mohamed Salah sé farin að vera vandamál fyrir liðið.

Liverpool hefur verið í vandræðum með markaskorun að undanförnu en liðið er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er mikil sjálfselska í kringum Liverpool um þessar mundir. Mo Salah er ekki að gefa boltann frá sér. Hann hefur aldrei verið mikið fyrir að senda frá sér en þetta er komið á öfgakennt stig," segir Owen.

„Í síðustu leikjum hef ég pælt í því hvað hann sé eiginlega að hugsa."

Þetta er ekki nýr vinkill á umræðuna varðandi markahæsta leikmann Liverpool. En samkvæmt tölfræðinni hefur Salah reyndar átt fleiri sendingar en Firmino og Mane í síðustu þremur leikjum af fjórum.

Salah hefur verið orðaður við spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona.

Athugasemdir
banner