Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. janúar 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elliott byrjaður að æfa - „Væri glæpur að spila honum ekki"
Mynd: EPA
Harvey Elliott leikmaður Liverpool tók þátt á æfingu liðsins í gær í fyrsta sinn síðan hann fótbrotnaði gegn Leeds í september.

Þessi 18 ára gamli leikmaður er gríðarlegt efni og Liverpool bindur miklar vonir við hann.

„Það væri glæpur að spila honum ekki miðað við hvernig hann æfði í gær. Hann tapaði ekki fótboltaheilanum á meðan hann var í burtu, svona leikmenn banka ekki á dyrnar, þeir hlaupa í gegnum hana," sagði Pep Lijnders en hann undirbýr liðið fyrir undanúrslitaleik deildabikarsins gegn Arsenal í kvöld.

Lijnders segir að Elliott sé ekki klár í slaginn strax í kvöld.

„Við erum mjög ánægðir að hann sé kominn út á völl til okkar aftur. Ekki að hann sé einhvers staðar einn. Hann verður ekki í hópnum í kvöld, læknateymið myndi henda okkur uppvið vegg ef við myndum gera það þrátt fyrir frammistöðuna hans á æfingu í gær."
Athugasemdir
banner
banner
banner