Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Danjuma fer til Everton
Mynd: Getty Images
Hollenski vængmaðurinn Arnaut Danjuma er að ganga í raðir Everton á láni frá Villarreal. Enskir miðlar greina frá.

Þessi 25 ára gamli leikmaður var einn besti maður Villarreal á síðustu leiktíð er liðið fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en hefur ekki verið í jafn stóru hlutverki á þessu tímabili.

Hann fékk leyfi frá Villarreal til að ferðast til Bretlandseyja í þessum mánuði til að ræða við önnur félög en hann fær að fara á lánssamningi út leiktíðina.

Everton er hans næsti áfangastaður en Southampton, Nottingham Forest og Bournemouth höfðu einnig áhuga.

Danjuma mun nú semja um kaup og kjör áður en hann skrifar undir lánssamning út tímabilið.

Þetta er mikill styrkur fyrir Everton sem er í harðri fallbaráttu en starf Frank Lampard, stjóra félagsins, hangir á bláþræði eftir afar slæm úrslit á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner