Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - KR-ingar í Víkinni og málin skýrast í Þungavigtarbikarnum
KR-ingar fara í Víkina
KR-ingar fara í Víkina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar mæta ÍBV í Þungavigtarbikarnum
FH-ingar mæta ÍBV í Þungavigtarbikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan spilar við HK um 2. sæti í A-riðli Þungavigtarbikarsins
Stjarnan spilar við HK um 2. sæti í A-riðli Þungavigtarbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn heldur áfram að rúlla um helgina og fara málin að skýrast í Þungavigtarbikarnum. KR heimsækir þá Víking R í Víkina í Reykjavíkurmótinu.

Í kvöld eigast Valur og Víkingur við í A-riðli Reykjavíkurmóts kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Origo-vellinum en klukkan 19:45 mætast ÍR og Fjölnir í B-riðlinum. Sá leikur er í Egilshöll.

Á morgun eru margir góðir leikir um allt land. FH og ÍBV mætast í Þungavigtarbikarnum. FH getur tryggt sér toppsætið með því að vinna eða gera jafnteflið í riðlinum.

Víkingur R. mætir KR í Reykjavíkurmóti karla. Víkingur vann fyrsta leik sinn á meðan KR tapaði fyrir Fylki. Liðin eigast við í Víkinni klukkan 14:00.

Á sunnudag mætast Stjarnan og HK í Þungavigtarbikarnum klukkan 12:00 á Samsung-vellinum. Liðin eru að berjast um 2. sæti riðilsins en þau töpuðu bæði fyrir Breiðabliki.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 20. janúar

Reykjavíkurmót kvenna - A-riðill
17:30 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
19:45 ÍR-Fjölnir (Egilshöll)

laugardagur 21. janúar

Þungavigtarbikarinn:
12:00 FH - ÍBV (Skessan)

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
14:00 Víkingur R.-KR (Víkingsvöllur)

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
15:00 Þróttur R.-KR (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið - Kvenna
18:00 FHL-Tindastóll (Greifavöllurinn)
19:00 Þór/KA 2-Völsungur (Boginn)

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 1
15:00 KA-Dalvík/Reynir (Boginn)
17:00 Tindastóll-Völsungur (Boginn)

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 2
13:00 KF-KA 2 (Boginn)

sunnudagur 22. janúar

Þungavigtarbikarinn:
12:00 Stjarnan - HK (Samsungvöllurinn)

Kjarnafæðismótið - Kvenna
15:00 Þór/KA-FHL (Boginn)

Kjarnafæðismótið - Karla: A-deild, riðill 2
12:15 Þór-Magni (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner