Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 20. janúar 2023 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Nacho framlengir við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Nacho Heras, leikmaður Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2025.

Nacho kom til Keflavíkur frá Leikni fyrir þremur árum og hefur verið í lykilhlutverki síðan. Hann átti sem dæmi stóran þátt í því að koma liðnu aftur upp í efstu deild á fyrsta tímabili sínu með liðinu.

Hann hefur skorað 11 mörk í 64 leikjum sínum með liðinu í deild- og bikar og hefur nú framlengt samning sinn út 2025.

Samhliða því að spila með liðinu er hann afreksþjálfari yngri flokka Keflavíkur og mun sinna því starfi áfram.

Nacho kom fyrst til Íslands árið 2017 og spilaði með Víkingi Ólafsvík í bæði efstu og næst efstu deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner