Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   fös 20. janúar 2023 11:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi hótaði að vera meiddur út tímabilið ef tilboðinu yrði ekki tekið
Er í dag aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar hjá Víkingi.
Er í dag aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék 28 landsleiki á sínum ferli.
Lék 28 landsleiki á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Sölvi Geir Ottesen gekk í raðir kínverska félagsins Jiangsu Sainty árið 2015 eftir tvö ár hjá Ural í Rússlandi. Víkingurinn sagði frá þessum félagaskiptum í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark.

„Launin féllu um 50% og ég var kominn á sömu laun og ég var á hjá FCK. Ég var ekki að sætta mig við það, ég var að fara til Rússlands frá fjölskyldunni og þetta átti að vera smá 'payday'. Þá kom kínverskt lið með tilboð akkúrat á þessum tímapunkti."

„Þeir vilja fá mig og ég set pressu á rússneska liðið: „Rúblan ykkar er í ruglinu og ég nenni þessu ekki". Það var alvöru forseti sem réði, rosalegur gæi. Túlkurinn sagði við mig að hann hefði setið inni og það voru allir skíthræddir við hann. Hann lét menn heyra það, var inn í klefa í hálfleik að hrauna yfir leikmenn."

„Ég þurfti að hóta honum. Kínverska félagið var búið að bjóða í mig 100 milljónir held ég og búnir að sýna mér launapakkann. Þetta var miklu meira en ég var að fá í Rússlandi. Ég sagði: „Heyrðu, þið fenguð mig frítt, þeir eru að bjóða 100 milljónir, þið takið þessu tilboði. Ef þið takið þessu ekki þá held ég að ég verði meiddur það sem eftir er tímabilsins","
sagði Sölvi.

„Ég og forsetinn vorum frekar nánir, góð tenging okkar á milli og annars hefði ég ekki sagt þetta. Hann sagði bara: „Já okei, þú mátt fara"."

Sölvi er 38 ára gamall og lék sem atvinnumaður erlendis á árunum 2004-2018. Hann var varnarmaður og lauk ferli sínum með Víkingi árið 2021 þegar liðið vann tvennuna. Ferill hans einkenndist talsvert af meiðslum og því kannski ekki um svo galna hótun að ræða eftir allt saman.


Athugasemdir
banner
banner
banner