Chelsea og Wolves mætast á Stamford Bridge í síðasta leik umferðarinnar í kvöld.
Cole Palmer var tæpur fyrir leikinn en hann er klár í slaginn og er í byrjunarliðinu. Þá er Trevoh Chalobah í byrjunarliðinu eftir að hafa verið kallaður til baka úr láni frá Crystal Palace.
Þá er fyrirliðinn Reece James í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í byrjun nóvember.
Matheus Cunha, besti leikmaður Wolves á tímabilinu, var veikur í vikunni en hann er búinn að ná sér. Nelson Semedo og Pablo Sarabia koma einnig inn í liðið fyrir Rodrigo Gomes, Goncalo Guedes og Hee-chan Hwang
Chelsea: Sanchez, James, Tosin, Chalobah, Cucurella, Caicedo, Dewsbury-Hall, Madueke, Palmer, Neto, Jackson.
Wolves: Sa, Semedo, Doherty, Bueno, Agbadou, Ait-Nouri, J. Gomes, Andre, Sarabia, Strand Larsen, Cunha.
Athugasemdir