Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud kveðst mjög einbeittur - Ætlar á Evrópumótið
Giroud í leik með franska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni EM. Þennan leik vann Frakkland 1-0.
Giroud í leik með franska landsliðinu gegn því íslenska í undankeppni EM. Þennan leik vann Frakkland 1-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud segist enn vera með hugann við Chelsea.

Giroud hefur verið í algjöru aukahlutverki hjá Chelsea á tímabilinu. Hann byrjaði á bekkum gegn Manchester United síðasta mánudagskvöld og horfði á kollega sinn, Michy Batshuayi, eiga mjög dapran leik.

Giroud á nú aðeins fimm mánuði eftir af samningi sínum við Chelsea. Það benti mikið til þess að hann færi til Inter í janúar síðastliðnum, en ekkert varð að því.

Hinn 33 ára gamli Giroud segist þrátt fyrir lítill spiltíma vera 100% einbeittur á að hjálpa Chelsea.

„Ég er leikmaður Chelsea og ég verð að halda áfram. Ég vil gefa allt fyrir liðið," segir Giroud, en hann vonast til að leiða sóknarlínu Frakklands á Evrópumótinu í sumar.

Giroud kom inn á sem varamaður í leiknum gegn United og kom hann með kraft inn í liðið. Hann skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.

Chelsea er áfram í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þátt fyrir slök úrslit gegn United. Baráttan um efstu fjögur sætin er gríðarlega hörð. „Við verðum að bæta okkur í litlu hlutunum því þú getur tapað stórleikjunum á þeim. Við eigum annan stórleik gegn Tottenham á laugardaginn," sagði Giroud.
Athugasemdir
banner
banner