Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 20. febrúar 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búast við því að stig verði tekin af Nottingham Forest
Félög í ensku úrvalsdeildinni búast við því að stig verði tekin af Nottingham Forest fyrir brot á fjármálareglum en þetta kemur fram hjá vefmiðlinum The i.

Fyrr á tímabilinu voru tíu stig tekin af Everton fyrir brot á fjármálareglum en það var dómur sem vakti mikla athygli enda gerist það ekki á hverjum degi að stig séu tekin af liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Það er búist við því að dæmt verði í máli Forest snemma í næsta mánuði.

Sagan segir að háttsettir aðilar hjá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni séu að gera ráð fyrir því að stig verði tekin af Forest fyrir brot á fjármálareglum.

Í fréttinni kemur fram að framkvæmdastjóri hjá ónefndu félagi í deildinni sé staðfastur á því að Forest muni fá sömu refsingu og Everton fékk.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist en ef Forest missir tíu stig, þá fer liðið niður á fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner