Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gundogan gáttaður á stöðu Bayern
Ilkay Gundogan.
Ilkay Gundogan.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Ilkay Gundogan kveðst gáttaður á þeirri stöðu sem Bayern München er í þessa stundina.

Það ríkir krísa hjá Bayern en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð; stórveldið er úr leik í bikarnum og er í vandræðum í deildinni og í Meistaradeildinni.

Gundogan, sem spilar í dag fyrir Barcelona, spilaði undir stjórn Thomas Tuchel, núverandi stjóra Bayern, hjá Dortmund á sínum tíma og hefur hann bara góða reynslu af honum.

„Það kemur mjög á óvart að Bayern sé í svona erfiðleikum," segir Gundogan en hann er á því máli að Tuchel sé einn af betri stjórum sem til eru í Evrópu.

„Ég get bara sagt góða hluti um Tuchel. Hann er einn af bestu stjórum Evrópu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner