Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. mars 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Goretzka og Kimmich gefa 150 milljónir í baráttunni gegn COVID-19
Mynd: Getty Images
Leon Goretzka og Joshua Kimmich, samherjar hjá FC Bayern og þýska landsliðinu, hafa ákveðið að láta gott af sér leiða í hlénu sem hefur skapast vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Þeir hafa hrint af stað herferð sem ber heitið We Kick Corona. Þar er fólk hvatt til að gefa pening sem mun vera nýttur í að hjálpa þýska heilbrigðiskerfinu á þessum erfiðu tímum.

Þeir settu eina milljón evra í verkefnið úr eigin vasa sem er engin smá upphæð og samsvarar rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.

„Við getum sigrað hvern sem er á vellinum, en við getum bara sigrað Kóróna saman! Þess vegna hrintum við Joshua Kimmich þessari herferð af stað," segir Goretzka í færslu á Twitter.

„Þetta eru erfiðir tímar og þá er mikilvægt að allir hjálpist að."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner