lau 20. mars 2021 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Dagur: Tóku í raun möguleikann á að spila með U21 frá mér
Markmiðið númer eitt, tvö og þrjú að spila í næstu undankeppni
Með Þóri Jóhanni í U19 verkefni
Með Þóri Jóhanni í U19 verkefni
Mynd: DDÞ
Ari Leifsson og Valdi í bakgrunn
Ari Leifsson og Valdi í bakgrunn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson er tvítugur miðju- og kantmaður sem spilað hefur 22 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Dagur tók þátt í tveimur fyrstu leikjum þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem þjálfara U21 liðsins en síðan ekki söguna meir. Dagur náði ekki að brjóta sér leið inn í liðið hjá Mjöndalen í Noregi og þeir Arnar og Eiður horfðu annað.

Dagur var til viðtals í dag og var hann spurður út í U21 árs landsliðið.

Fyrsti og annar hluti:
Dagur: Var orðið helvíti þreytt að heyra alltaf það sama aftur og aftur
„Utan vallar var þetta ekki frábært og innan vallar gekk ekki neitt"

Að U21, strákar á þínum aldri (1998-2003) að fara á þetta mót. Er spennandi að fylgjast með þessu?

„Já, þetta er frábær árangur hjá þeim. Ég er stoltur af þeim en erfitt að vera ekki að taka þátt í þessu. Svona er þetta og maður er stuðningsmaður númer eitt utan frá. Þetta er geggjað hjá þeim og fyrir þá, fullt af strákum sem ég þekki þarna.“

Síðasta ár eyðileggur möguleikann þinn á því að vera þarna, eða lítur þannig út alla vega. Þú mátt taka þátt í næstu undankeppni, það hlýtur að vera markmið?

„Já, það er markmið númer eitt, tvö og þrjú. Ég sagði við þá hjá Mjöndalen að þeir væru í rauninni búnir að taka frá mér möguleikann að spila í U21 út af því ég hef ekkert spilað fótbolta í eitt ár. Ég var ekki nálægt því að vera í neinni mynd hjá U21. Núna snýst þetta um að standa sig vel hjá Fylki og ef ég geri það þá sér maður hvað gerist.“

Þekkiru Fylkisstrákana í U21-hópnum, þá Ara Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Kolbein Birgi Finnsson?

„Já, þeir Ari og Valdi voru tíu mínútur frá mér í Noregi og eru góðir félagar mínir í dag. Ég spilaði með þeim og Kolbeini í yngri flokkum Fylkis þegar ég spilaði með flokkunum fyrir ofan minn. Ég og Kolbeinn þekkjumst mjög vel, mömmur okkar voru alltaf saman og við vorum mjög góðir vinir þegar við vorum yngri. Þetta er sturlað fyrir þá alla, ég samgleðst þeim og hinum líka,“ sagði Dagur.

Fyrsti og annar hluti:
Dagur: Var orðið helvíti þreytt að heyra alltaf það sama aftur og aftur
„Utan vallar var þetta ekki frábært og innan vallar gekk ekki neitt"
Athugasemdir
banner
banner