Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 20. mars 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ingvar Jóns viðbeinsbrotnaði við að verja vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings R., verður frá í 4-6 vikur ef rétt reynist að hann hafi viðbeinsbrotnað í Lengjubikarnum í gærkvöldi.

Víkingur mætti Keflavík í 8-liða úrslitum og endaði leikurinn í vítaspyrnukeppni. Þar þurfti Ingvar að fara meiddur af velli eftir að hafa varið fyrstu spyrnu Keflvíkinga.

Ingvar er sagður vera viðbeinsbrotinn sem þýðir að hann mun þurfa að fara í aðgerð sem fyrst.

Ingvar hefur verið í vandræðum með hægri öxlina en brotnaði vinstra megin.

Kári Árnason setti hanskana á sig og fór í markið en tókst ekki að verja eina einustu spyrnu. Keflavík komst áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner