
Klukkan 19:45 hefst leikur Kosóvó og Íslands í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fótbolti.net fylgist að sjálfsögðu með í beinni textalýsingu sem má nálgast hérna.
Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað sitt byrjunarlið og spilar með þriggja miðvarða kerfi sem túlka má sem 3-4-2-1.
Það er því sannarlega nóg af sóknarhug í byrjunarliðinu; Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir í byrjunarliðinu.
Mikael Egill Ellertsson er vængbakvörður hægra megin og Logi Tómasson vinstra megin. Ísak Bergmann Jóhannesson fær traustið á miðsvæðinu.
Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað sitt byrjunarlið og spilar með þriggja miðvarða kerfi sem túlka má sem 3-4-2-1.
Það er því sannarlega nóg af sóknarhug í byrjunarliðinu; Orri Steinn Óskarsson, Albert Guðmundsson, Hákon Arnar Haraldsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru allir í byrjunarliðinu.
Mikael Egill Ellertsson er vængbakvörður hægra megin og Logi Tómasson vinstra megin. Ísak Bergmann Jóhannesson fær traustið á miðsvæðinu.
Lestu um leikinn: Kósovó 2 - 1 Ísland
Arnar stillir upp gríðarlega reynslumikilli þriggja manna varnarlínu í kvöld með Guðlaug Victor Pálsson, Sverri Inga Ingason og Aron Einar Gunnarsson. Eins og Arnar var búinn að gefa út er Hákon Rafn Valdimarsson í markinu.
Þetta eru alls fimm breytingar á skýrslu frá síðasta leik Íslands undir stjórn Age Hareide.

Amir Rrahmani, fyrirliði og besti leikmaður Kósovó, er í byrjunarliðinu hjá heimamönnum. Þessi hrikalega öflugi varnarmaður var tæpur fyrir leikinn en hann spilar í kvöld.
Byrjunarlið Kósovó:
1. Arijanet Muric (m)
5. Lumbardh Dellova
6. Elvis Rexhbecaj
7. Milot Rashica
13. Amir Rrahmani
14. Valon Berisha
15. Mergim Vojvoda
17. Ermal Krasniqi
18. Vedat Muriqi
21. Donat Rrudhani
23. Leart Paqarada
Byrjunarlið Ísland:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Logi Tómasson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ísak Bergmann Jóhannesson
8. Hákon Arnar Haraldsson
9. Orri Steinn Óskarsson (f)
10. Albert Guðmundsson
17. Aron Einar Gunnarsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen
23. Mikael Egill Ellertsson
Athugasemdir