Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tindastóll fær bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: University of Kentucky
Makala Woods er gengin í raðir Tindastóls en hún kemur frá Bandaríkjunum. Hún er fædd árið 2002 og er sóknarmaður.

Tindastóll missti í vetur Jordyn Rhodes, markahæsta leikmann sinn á síðasta tímabili, til Vals. Rhodes kom í Tindastól eftir að hafa spilað með liði Kentucky háskólans og leita Sauðkrækingar aftur þangað.

Woods var markahæsti leikmaður háskólaliðsins á tímabilinu, skoraði ellefu mörk og lagði upp eitt. Hún hafði áður verið í háskólanum í Illinois.

Hún er þriðji leikmaðurinn sem Tindastóll fær frá Bandaríkjunum í vetur.

Komnar
Makala Woods
Nicola Hauk frá Bandaríkjunum
Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum

Farnar
Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar
Jordyn Rhodes til Vals

Samningslausar
María Dögg Jóhannesdóttir (2001)
Hugrún Pálsdóttir (1997)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (2000)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (1995)
Gabrielle Kristine Johnson (1999)
Annika Haanpaa (1998)
Saga Ísey Þorsteinsdóttir (2008)
Aldís María Jóhannsdóttir (2001)
Kristrún María Magnúsdóttir (1999)
Bergljót Ásta Pétursdóttir (2001)
Birna María Sigurðardóttir (2000)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (1994)
Athugasemdir
banner
banner
banner