Nicola Hauk hefur skrifað undir samning um að spila með kvennaliði Tindastóls á komandi keppnistímabili.
Nicola er þýskur varnar- og miðjumaður. Hún er með frábæra reynslu úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún spilaði upp alla yngri flokkana í Þýskalandi.
Nicola er þýskur varnar- og miðjumaður. Hún er með frábæra reynslu úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún spilaði upp alla yngri flokkana í Þýskalandi.
Nicola fær frábær meðmæli frá Gwen Mummert sem lék með liðinu árin 2023 og fyrri hluta tímabils 2024.
„Nicola kemur með fjölbreytileika í liðið Tindastóls og að sögn Donna, þjálfara kvennaliðs Tindastóls, væntir hann mikils af henni í sumar og er hann mjög spenntur fyrir þessum þrusu leikmanni," segir í tilkynningu Tindastóls.
Stólarnir höfnuðu í áttunda sæti Bestu deildar kvenna síðasta sumar.
Athugasemdir