Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fim 20. mars 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Toni Kroos gerist umboðsmaður
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Toni Kroos hætti í fótbolta síðasta sumar og hefur ákveðið að halda áfram að starfa í fótboltaheiminum, enda búinn að öðlast gríðarlega mikla þekkingu og reynslu á ferli sínum hingað til.

Kroos hefur verið einn af allra bestu miðjumönnum heims undanfarinn áratug og er núna orðinn meðeigandi hjá umboðsskrifstofu Sports 360.

Kroos var á mála hjá Sports 360 á ferli sínum sem leikmaður en þar má einnig finna leikmenn á borð við Niklas Süle, Timo Werner, Alan Varela, Vangelis Pavlidis og Maximilian Mittelstädt.

„Ég er spenntur fyrir þessum næsta kafla lífsins. Ég hlakka til að gefa leikmönnum ráð varðandi framtíðina sína og deila reynslu minni úr fótboltaheiminum," sagði Kroos meðal annars við undirskrift á samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner