Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Man Utd gerðu uppreisn bakvið tjöldin
Mynd: EPA
Leah Smith, blaðamaður hjá Stretty News, sem fjallar um málefni Manchester United segir frá því í kvöld að leikmenn félagsins hafi gert uppreisn bakvið tjöldin vegna áforma félagsins um að taka þátt í Ofurdeildinni.

Greint er frá því að þeir Luke Shaw og Harry Maguire hafi verið þeir leikmenn sem hæst hafi látíð í sér heyra og sagt sína skoðun fyrir framan Ed Woodward.

Woodward sagði í kvöld starfi sínu sem stjórnarformaður félagsins lausu. Það kom í kjölfarið á því að Chelsea og Manchester City tilkynntu að félögin ætluðu ekki að taka þátt í Ofurdeildinni.

Shaw og Maguire eru báðir Englendingar og hafa verið í lykilhlutverki hjá félaginu. Þá hefur Bruno Fernandes einnig látið í ljós óánægju sína varðandi Ofurdeildina.


Athugasemdir
banner
banner