De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 20. apríl 2023 16:27
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Nassr útskýrir látbragð Ronaldo: Meiddist á pungnum
Mynd: Getty Images

Al-Nassr, knattspyrnufélagið sem Cristiano Ronaldo spilar fyrir í Sádí-Arabíu, er búið að gefa út yfirlýsingu vegna hegðunar Ronaldo í tapi liðsins í toppbaráttuslag gegn Al-Hilal á þriðjudaginn.


Ronaldo var heppinn að sleppa við rautt spjald í leiknum eftir að hann braut illa á andstæðingi sínum en eftir leikinn bauluðu stuðningsmenn Al-Hilal á Ronaldo á leið hans af velli. Áhorfendurnir kölluðu nafn Lionel Messi og brást Ronaldo við með því að taka um punginn á sér á leið til búningsklefa.

Þetta féll ekki vel í kramið hjá Sádí-Aröbum þar sem þeir telja svona látbragð vera grafalvarlega móðgun. Lögfræðingur í Sádí-Arabíu segir þessa hegðun varða við lög og að útlendingur sem gerist sekur um svona látbragð gæti verið rekinn úr landi og meinað endurkomu.

Al-Nassr ákvað því að koma með yfirlýsingu vegna málsins þar sem boðið er uppá áhugaverða útskýringu fyrir látbragðinu, sem má sjá í myndbandi hér fyrir neðan.

„Ronaldo er meiddur. Einvígi við Gustavo Cuellar, leikmann Al-Hilal, byrjaði eftir högg á mjög viðkvæman stað. Þetta eru staðfestar upplýsingar. Stuðningsmenn mega hugsa hvað sem þeir vilja," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Ronaldo tók andstæðing í harkalegan höfuðlás


Athugasemdir
banner
banner
banner