Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   lau 20. apríl 2024 16:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi skora þrennu - „Brentford er mætt aftur"
Mynd: EPA

Yoane Wissa skoraði tvö mörk í 5-1 stórsigri Brentford gegn Luton í dag.


Brentford hefur verið í basli á þessari leiktíð en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið, unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli.

Wissa var ánægður með sigurinn en hefði viljað fullkomna þrennuna.

„Ég vildi skora þrennu, þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk tækifæri til að gera það. Ég var óheppinn. Brentford er mætt aftur þrátt fyrir að það sé langt liðið á tímabilið," sagði Wissa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner