Arsenal tapaði fyrri leiknum 2-1 gegn Lyon í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna í gær.
Leikurinn fór fram á Emirates fyrir framan rúmlega 40 þúsund manns en Beth Mead, framherji Arsenal, bað stuðningsmenn afsökunar á tapinu.
Leikurinn fór fram á Emirates fyrir framan rúmlega 40 þúsund manns en Beth Mead, framherji Arsenal, bað stuðningsmenn afsökunar á tapinu.
„Við þökkum öllum fyrir sem komu og studdu við bakið á okkur og komu með þessa frábæru orku. Við biðjumst afsökunar á því að ná ekki í úrslitin sem þið vilduð sjá í dag. Vonandi getum við snúið þessu við í seinni leiknum," sagði Mead.
En seinni leikurinn í Frakklandi fer fram eftir slétta viku.
Athugasemdir