Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telma ekki með í tapi Rangers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir var utan hóps þegar Rangers tapaði 2-0 gegn Hibernian í skosku deeildinni í dag.

Hibernian komst á toppinn með sigrinum en liðið er með tveggja stiga forystu á Rangers þegar fimm leikir eru eftir.

Telma gekk til liðs við Rangers frá Breiðabliki í janúar en hún hefur komið við sögu í einum leik. Sá var í átta liða úrslitum bikarsins þar sem Rangers vann Spartans 2-0.

Næsti leikur liðsins er í undanúrslitum bikarsins gegn Aberdeen eftir slétta viku en með sigri mætir liðið annað hvort Glasgow City eða Motherwell í úrslitum.
Athugasemdir
banner