Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. maí 2020 16:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: in.fo 
Hefur sigrast á flughræðslunni og stefnir á að spila utan Færeyja
Adrian í leik með HB.
Adrian í leik með HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adrian Justinussen, skærasta stjarna færeyska liðsins HB, setur sér það markmið að spila utan Færeyja á næsta ári.

Adrian verður 22 ára í sumar en hann er þekktur fyrir spyrnutækni sína og hefur skorað ótal fjölda marka úr aukaspyrnum.

Hann glímdi lengi við flughræðslu og það hindraði hann í að freista gæfunnar í boltanum utan Færeyja og fara í landsleiki. Hann segist nú hafa sigrast á flughræðslunni.

Flughræðslan kom upp hjá honum þegar hann var í flugferð með U19 landsliði Færeyja til Búlgaríu.

Í viðtali við TV2 í Noregi segist Adrian stefna á að sýna það á þessu tímabili að hann sé nægilega góður til að fá samning erlendis.

„Ég fékk aðstoð frá sálfræðingi og hann hjálpaði mér að losna við flughræðsluna. Síðast þegar ég fór upp í flugvél var ég ekkert hræddur. Ég óttaðist að flughræðslan myndi eyðileggja möguleika mína á að fara í atvinnumennsku erlendis," segir Adrian.

Hann lék undir stjórn Heimis Guðjónssonar síðustu tvö ár og hefur byrjað þetta tímabil vel. Hann er kominn með tvö mörk eftir tvær umferðir og HB hefur unnið báða leiki sína.

Líklegt er að einhver íslensk félagslið munu bera víurnar í Adrian eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner