Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 14:37
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Eins og fyrsti skóladagurinn
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool eru farnir að æfa aftur í litlum hópum þar sem tveggja metra reglan er virt. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, líkir þessu við fyrsta skóladaginn.

„Ég vaknaði enn fyrr en ég er vanur og áttaði mig á því að þetta var fyrsti dagurinn! Þetta var eins og fyrsti dagurinn í skólanum, ég fann þessa tilfinningu síðast fyrir 46 árum!" segir Klopp.

Það mega ekki fleiri en fimm æfa saman, æfingar mega ekki standa lengur en í 75 mínútur fyrir hvern leikmann og halda verður fjarlægð milli manna.

Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Liðið þarf aðeins tvo sigra í viðbót til að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil.

Klopp segir að það hafi verið gríðarlega ánægjulegt að sjá leikmenn sína aftur og að allir væru í góðu skapi og góðu standi.

„Við vitum ekki hversu langan tíma við höfum en við fáum einhverjar vikur í að undirbúa það sem eftir er af tímabilinu og einnig næsta tímabil. Ég býst ekki við því að það verði langt milli þessara tveggja tímabila," segir Klopp.

„Það er undirbúningstímabil hjá okkur. Við vitum ekki hversu lengi það stendur yfir og við fáum ekki að taka æfingaleiki."

Klopp telur að allar öryggisráðstafanir séu upp á tíu og lið geti æft með algjörlega öruggum hætti.
Athugasemdir
banner