mið 20. maí 2020 08:25
Elvar Geir Magnússon
Sane hefur ekki áhuga á að fara til Liverpool
Powerade
Leroy Sane á æfingu Manchester City.
Leroy Sane á æfingu Manchester City.
Mynd: Getty Images
Adama Traore.
Adama Traore.
Mynd: Getty Images
Haaland, Sane, Traore, Diaby, Vertonghen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Leroy Sane (24), sóknarleikmaður Manchester City, hefur ekki áhuga á því að fara til keppinautanna í Liverpool. Þessi þýski landsliðsmaður virðist vera með hugann við að ganga í raðir Bayern München. (Bild)

Erling Braut Haaland (19), sóknarmaður Borussia Dortmund, hafnaði því að fara til Juventus í janúar því Ítalíumeistararnir ætluðu fyrst að láta hann spila með U23-liði félagsins. (Le Repubblica)

Manchester United er meðal félaga sem eru talin líklegust til að fá vængmanninn hrausta Adama Traore (22) frá Wolverhampton Wanderers. Sagt er að Liverpool og Manchester City íhugi einnig að gera tilboð. (Birmingham Mail)

Arsenal vonast til að kaupa franska vængmanninn Moussa Diaby (20) frá Bayer Leverkusen. Þessi fyrrum leikmaður Paris St-Germain átti tvær stoðsendingar í sigri Leverkusen gegn Werder Bremen á mánudag. (Le10Sport)

Chelsea er að vinna kapphlaupið um hollenska varnarmanninn Xavier Mbuyamba (18) sem er hjá spænsku risunum í Barcelona. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins. (Voetbal International)

Enski varnarmaðurinn Danny Rose (29) hjá Newcastle telur að Mauricio Pochettino, sinn fyrrum stjóri hjá Tottenham, muni stýra Manchester United í framtíðinni. (The Lockdown Tactics)

Fjöldi evrópskra félaga vill fá Jan Vertonghen (33) frá Tottenham en samningur belgíska varnarmannsins rennur út í sumar. Spænsku félögin Real Betis og Valencia hafa boðið honum samning og ítölsku félögin Inter og Roma íhuga að gera slíkt hið sama. (Star)

James Garner (19), miðjumaður Manchester United, fær að fara á lán næsta tímabil. Championship-félögin Cardiff City, Swansea City og Sheffield Wednesdey hafa öll áhuga. (Mail)

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, telur að fótboltinn muni komast fljótlega í eðlilegt horf, fyrir framan áhorfendur í stúkunni. Hann segist handviss um að lokakeppni EM landsliða verði á næsta ári. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner