Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. maí 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham, Norwich og Brighton endurgreiða stuðningsmönnum
Fyrir utan heimavöll Tottenham.
Fyrir utan heimavöll Tottenham.
Mynd: Getty Images
Ensk félög hafa verið að tilkynna endurgreiðslur til stuðningsmanna fyrir síðustu leiki tímabilsins sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar.

Manchester United staðfesti áform sín í gær og eru sjö félög búin að gera það sama.

Tottenham, Manchester City og Everton hafa staðfest endurgreiðslur rétt eins og fallbaráttulið Brighton og Norwich, sem eiga í fjárhagsörðugleikum vegna veirunnar.

Stuðningsmenn fá ýmist að velja á milli þess að fá endurgreitt í peningum, inneign hjá félagi sínu eða láta upphæðina renna í baráttuna við kórónuveiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner