Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 20. maí 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 4. umferð: Brennan logar
Brenna Lovera
Skorað fimm mörk í fjórum leikjum.
Skorað fimm mörk í fjórum leikjum.
Mynd: Selfoss
Brenna í leik með ÍBV sumarið 2019
Brenna í leik með ÍBV sumarið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Brenna Lovera var valin best í sigri Selfoss gegn Þrótti í gær. Leikar enduðu með 3-4 útisigri Selfoss og skoraði Brenna tvö mörk í leiknum.

Þetta var fjórða og fimmta mark Brennu í sumar fyrir topplið Selfoss. Brenna skoraði tvö mörk gegn Keflavík og eitt gegn Þór/KA. Brenna er bandarísk sóknarkona sem fædd er árið 1997.

Hún er í liði umferðarinnar í þriðja sinn í fjórum umferðum og er auk þess besti leikmaður umferðarinnar.

Brenna lék með ÍBV hluta af tímabilinu 2019 og skoraði sex mörk í níu leikjum. Hún gekk í raðir Selfoss fyrir þetta tímabil eftir veru í Portúgal.

„Brenna er búin að vera sjóðheit í upphafi móts og það var engin undantekning í dag. Skoraði tvö og var gríðarlega ógnandi í sóknarleik gestanna. Er búin að skora 5 mörk í 4 leikjum í sumar," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í skýrsluna eftir leik.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
Athugasemdir
banner
banner
banner