Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 20. maí 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jimenez mun spila með hjálm út ferilinn
Mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez hefur ekki spilað fótbolta síðan hann varð fyrir höfuðmeiðslum í 1-2 sigri gegn Arsenal í lok nóvember í fyrra.

Jimenez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Úlfanna og þekktur fyrir að vera sterkur í loftinu og skora mikið af skallamörkum.

Hann braut bein í höfuðkúpu gegn Arsenal sem hefur loksins gróið. Jimenez mun þó þurfa að spila með hlífðarhjálm, líkt og Petr Cech, út ferilinn.

„Hjálmurinn er talinn nægilega sterkur til að gera Raul kleift að spila fótbolta á ný," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Wolves.

Jimenez er þrítugur og hefur skorað 48 mörk í 110 leikjum fyrir Úlfana.
Athugasemdir
banner