De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 20. maí 2023 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Átti mark Cody Gakpo að standa?

Liverpool er svo gott sem búið að missa af topp fjórum í ensku úrvalsdeildinni og mun því ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.


Liverpool missteig sig í dag þegar Aston Villa kíkti í heimsókn á Anfield, en lærisveinar Jürgen Klopp voru búnir að vinna sjö leiki í röð fyrir Evrópubardaga dagsins.

Villa var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik og var óheppið að vera aðeins einu marki yfir þegar flautað var til leikhlés.

Liverpool tók völdin í síðari hálfleik og hélt Cody Gakpo að hann hefði jafnað metin á 57. mínútu, en VAR herbergið tók eftir rangstöðu á Virgil van Dijk í aðdragandanum.

Dómurinn er gríðarlega umdeildur, þar sem Van Dijk var flautaður rangstæður eftir skalla frá Luis Diaz. Skallinn frá Diaz var alls ekki ætlaður Van Dijk og virðist varnarmaður Aston Villa hafa spilað boltanum í átt að Van Dijk.

Roberto Firmino gerði að lokum jöfnunarmark fyrir Liverpool eftir fallega stoðsendingu frá Mohamed Salah á lokakafla leiksins.

Sjáðu atvikið


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner