Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 20. maí 2024 17:43
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara ágætlega. Þetta er sterkt stig á móti erfiðu liði. Þó svo að það hafi verið tækifæri til þess að vinna leikinn þá eru þetta bara flott úrslit fyrir okkur.“ Sagði Aron Bjarki Jósepsson leikmaður Gróttu um niðurstöðuna eftir 2-2 jafnteli Gróttu gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri fyrr í dag.

Leikurinn var frekar lokaður framan af og engin sérstök skemmtun. Hann opnaðist þó aðeins í síðari hálfleik þar sem þrjú mörk voru skoruð. Lið Gróttu náði það forystu 2-1 en þurfti að bíta í það súra epli að missa leikinn í jafntefli. Hvað gat liðið gert betur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„Þetta var svona leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Maður þarf að hlaupa og berjast og tækla og vinna einvígin sín. Við hefðum vissulega getað gert betur í að verjast fyrirgjöfunum sem
þeir skora úr. Gerum þar mistök og er refsað fyrir það.“


Grótta hefur farið ágætlega af stað í mótinu og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig. Er það á pari við væntingar manna á Seltjarnarnesi ef hefðu menn viljað meira?

„Við erum búnir að ná í einn heimasigur og tvö jafntefli á útvelli gegn mjög erfiðum liðum. Við getum ekkert verið ósáttir, hefðum alveg getað gert betur en við erum sáttir þar sem við erum. Við erum að taka einn dag í einu og reyna að verða betra fótboltalið með hverjum deginum. Ef við höldum áfram að gera það og læra af mistökunum þá verðum við mjög góðir.“

Sagði Aron Bjarki en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner