Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mán 20. maí 2024 17:43
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara ágætlega. Þetta er sterkt stig á móti erfiðu liði. Þó svo að það hafi verið tækifæri til þess að vinna leikinn þá eru þetta bara flott úrslit fyrir okkur.“ Sagði Aron Bjarki Jósepsson leikmaður Gróttu um niðurstöðuna eftir 2-2 jafnteli Gróttu gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri fyrr í dag.

Leikurinn var frekar lokaður framan af og engin sérstök skemmtun. Hann opnaðist þó aðeins í síðari hálfleik þar sem þrjú mörk voru skoruð. Lið Gróttu náði það forystu 2-1 en þurfti að bíta í það súra epli að missa leikinn í jafntefli. Hvað gat liðið gert betur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„Þetta var svona leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Maður þarf að hlaupa og berjast og tækla og vinna einvígin sín. Við hefðum vissulega getað gert betur í að verjast fyrirgjöfunum sem
þeir skora úr. Gerum þar mistök og er refsað fyrir það.“


Grótta hefur farið ágætlega af stað í mótinu og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig. Er það á pari við væntingar manna á Seltjarnarnesi ef hefðu menn viljað meira?

„Við erum búnir að ná í einn heimasigur og tvö jafntefli á útvelli gegn mjög erfiðum liðum. Við getum ekkert verið ósáttir, hefðum alveg getað gert betur en við erum sáttir þar sem við erum. Við erum að taka einn dag í einu og reyna að verða betra fótboltalið með hverjum deginum. Ef við höldum áfram að gera það og læra af mistökunum þá verðum við mjög góðir.“

Sagði Aron Bjarki en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner