Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mateta skoraði 13 mörk í 13 leikjum undir Glasner
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, þegar Crystal Palace rúllaði yfir Aston Villa með fimm mörkum gegn engu.

Þetta var hans þrettándi keppnisleikur fyrir Crystal Palace frá því að Oliver Glasner tók við félaginu í vor og hefur enginn leikmaður skorað jafn mikið á sama tíma í úrvalsdeildinni.

Mateta hefur skorað 13 mörk í 13 leikjum undir stjórn Glasner, auk þess að gefa eina stoðsendingu. Lið Crystal Palace virðist vera gríðarlega spennandi eftir endurkomu Michael Olise og Eberechi Eze úr meiðslum og verður spennandi að fylgjast með hvort liðinu takist að halda í lykilmenn sína þrátt fyrir áhuga stórliða.

„Hann er fullur sjálfstrausts þessa stundina. Hann leggur mikið á sig, tekur góð hlaup og er góður að klára færin en allir þurfa hjálp frá liðsfélögunum til að skora," sagði Glasner eftir stórsigurinn.

„Við erum að gera okkar besta til að halda í lykilmenn í sumar. Við viljum sýna að við erum með metnað. Crystal Palace er frábært lið til að spila fótbolta fyrir eins og staðan er í dag."

Palace hefur gert vel í fortíðinni að halda í Wilfried Zaha þrátt fyrir áhuga ýmissa stórliða á honum. Ljóst er að Eze og Olise verða eftirsóttir í sumar en einnig Adam Wharton og Marc Guéhi. Palace er með ungan leikmannahóp sem getur gert frábæra hluti undir réttri leiðsögn, svo lengi sem lykilmenn lenda ekki í meiðslavandræðum líkt og gerðist á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner