Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 20. maí 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa að hafa tapað þessum leik. Þetta eru vonbrigði.“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn í dag var án efa leikur tveggja hálfleikja. En afhverju var FH-liðið svona slappt í fyrri hálfleik en góðir í þeim seinni?

Við gefum fyrri hálfleikinn og erum hreint út sagt ömurlegir. Við leyfðum þeim bara að koma. Í þau skipti sem við reyndum að spila gáfum við þeim bara boltann. Þeir hefðu getað refsað okkur meira.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í fyrri hálfleik þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmir vítaspyrnu fyrir KR. Sindri Kristinn var brotlegur en hann vill meina að þetta hafi verið hrein og bein mistök hjá dómaranum, Helga.

Ég er ósammála því að ég gef þessa vítaspyrnu því Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu alveg gefins. Ég hoppa bara upp í boltann. Vissulega næ ég honum ekki alveg en ég á rétt að hoppa upp í þetta einvígi ef ég kýli hann ekki. Ég er ekki nálægt því að kýla manninn. Þetta eru bara hrein og bein mistök hjá Helga Mikael vil ég meina.

Hvernig metur Sindri þessa byrjun á mótinu hjá FH?

Heilt yfir vonbrigði. Við viljum værum til í að vera með 16 stig. Þá held ég að ég væri sáttur. Þetta er ekki nógu gott.

Næsti leikur hjá FH er gegn Valsmönnum á Hlíðarenda.

Það er bara geggjað að spila þessa stórleiki. Við þurfum bara að fara á Hlíðarenda og bæta upp fyrir leikinn í dag,“ sagði Sindri að lokum.

Viðtalið við Sindra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner