Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 20. maí 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa að hafa tapað þessum leik. Þetta eru vonbrigði.“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn í dag var án efa leikur tveggja hálfleikja. En afhverju var FH-liðið svona slappt í fyrri hálfleik en góðir í þeim seinni?

Við gefum fyrri hálfleikinn og erum hreint út sagt ömurlegir. Við leyfðum þeim bara að koma. Í þau skipti sem við reyndum að spila gáfum við þeim bara boltann. Þeir hefðu getað refsað okkur meira.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í fyrri hálfleik þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmir vítaspyrnu fyrir KR. Sindri Kristinn var brotlegur en hann vill meina að þetta hafi verið hrein og bein mistök hjá dómaranum, Helga.

Ég er ósammála því að ég gef þessa vítaspyrnu því Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu alveg gefins. Ég hoppa bara upp í boltann. Vissulega næ ég honum ekki alveg en ég á rétt að hoppa upp í þetta einvígi ef ég kýli hann ekki. Ég er ekki nálægt því að kýla manninn. Þetta eru bara hrein og bein mistök hjá Helga Mikael vil ég meina.

Hvernig metur Sindri þessa byrjun á mótinu hjá FH?

Heilt yfir vonbrigði. Við viljum værum til í að vera með 16 stig. Þá held ég að ég væri sáttur. Þetta er ekki nógu gott.

Næsti leikur hjá FH er gegn Valsmönnum á Hlíðarenda.

Það er bara geggjað að spila þessa stórleiki. Við þurfum bara að fara á Hlíðarenda og bæta upp fyrir leikinn í dag,“ sagði Sindri að lokum.

Viðtalið við Sindra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner