
,,Þetta er bara einn leikur, það er ekkert meira en það," sagði Garðar Jóhannsson framherji Stjörnunnar sem opnaði markareikning sinn þetta sumarið með því að skora öll þrjú mörkin í 3-1 sigri á FH í Borgunarbikarnum.
,,Það er gaman að skora en við vorum ekkert að spila betur en í hinum leikjunum. Nú halda allir að ég hafi spilað svo geðveikt vel því ég hafi skorað en það er ekkert málið. Stundum dettur þetta en stundum ekki og þetta datt í dag," sagði Garðar sem hafði ekkert skorað í sumar fyrr en í kvöld.
,,Það er auðvitað ákveðinn léttir um leið og hann fer inn. Ég lýg því ef ég segist ekki hafa verið byrjaður að hugsa um þetta, ég er búinn að pæla í þessu í síðustu tveimur leikjum. En nú er þetta búið og vonandi komið í gang."
Nánar er rætt við Garðar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir