Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   lau 20. júní 2020 17:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói: Við ætlum að vera þarna uppi
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur heimsótti Njarðvíkinga þegar flautað var til leiks á Rafholtsvellinum í 2.deild karla í dag. Völsungar áttu fá svör við Mikael Nikulássyni og félögum í Njarðvík.

„Ég er mjög ósáttur við að tapa, hefði viljað fá meira út úr þessum leik en ég held við höfum ekki átt það skilið svona heilt yfir." Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs eftir leikinn í dag.

„Það er 1-1 í hálfleik og þá erum við búnir að sleppa í gegn og hann verja í slá svo staðan 4-3 fyrir Njarðvík í hálfleik hefði kannski verið eðlileg en þeir eru með mikil einstaklingsgæði og spila mjög direct þannig það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar það er sparkað upp í færurnar og skrokkinn á honum þarna uppi og það er mjög erfitt að eiga við þetta og svo eru þeir að hlaupa og vinna vel í kringum hann."

„Ég er mjög ósáttur með þessi tvö mörk sem við leyfum þeim að skora á okkur í seinni hálfleik, þau eru alveg eins, maðurinn fær að taka boltann niður fyrir framan teiginn og þeir fá þarna víti sem að markmaðurinn okkar ver vel en heilt yfir þá hefði þetta átt að vera meira á töflunni en það segir svolítið um varnarleik liðana."


Jóhann Kristinn vill þó meina að það sé ýmist hægt að taka úr þessum leik.
„Við erum að spila okkur samann, við skulum alveg kasta því inn. Það glittir í margt í þessu og ég er bara mjög spenntur fyrir framhaldinu."

Jóhann Kristinn býst þó ekki við frekari styrkingum fyrir sumarið.
„Nei, það er nú bara þannig að það er mjög erfitt fyrir okkur að vera að styrkja okkur og ég held við séum búnir að manna þær stöður heima sem eru lausar í vinnu þannig ég held við getum ekki fengið fleirri þannig nei."

Viðtalið í heild sinni er hér í spilaranum fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner