Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 20. júní 2020 17:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói: Við ætlum að vera þarna uppi
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur heimsótti Njarðvíkinga þegar flautað var til leiks á Rafholtsvellinum í 2.deild karla í dag. Völsungar áttu fá svör við Mikael Nikulássyni og félögum í Njarðvík.

„Ég er mjög ósáttur við að tapa, hefði viljað fá meira út úr þessum leik en ég held við höfum ekki átt það skilið svona heilt yfir." Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs eftir leikinn í dag.

„Það er 1-1 í hálfleik og þá erum við búnir að sleppa í gegn og hann verja í slá svo staðan 4-3 fyrir Njarðvík í hálfleik hefði kannski verið eðlileg en þeir eru með mikil einstaklingsgæði og spila mjög direct þannig það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar það er sparkað upp í færurnar og skrokkinn á honum þarna uppi og það er mjög erfitt að eiga við þetta og svo eru þeir að hlaupa og vinna vel í kringum hann."

„Ég er mjög ósáttur með þessi tvö mörk sem við leyfum þeim að skora á okkur í seinni hálfleik, þau eru alveg eins, maðurinn fær að taka boltann niður fyrir framan teiginn og þeir fá þarna víti sem að markmaðurinn okkar ver vel en heilt yfir þá hefði þetta átt að vera meira á töflunni en það segir svolítið um varnarleik liðana."


Jóhann Kristinn vill þó meina að það sé ýmist hægt að taka úr þessum leik.
„Við erum að spila okkur samann, við skulum alveg kasta því inn. Það glittir í margt í þessu og ég er bara mjög spenntur fyrir framhaldinu."

Jóhann Kristinn býst þó ekki við frekari styrkingum fyrir sumarið.
„Nei, það er nú bara þannig að það er mjög erfitt fyrir okkur að vera að styrkja okkur og ég held við séum búnir að manna þær stöður heima sem eru lausar í vinnu þannig ég held við getum ekki fengið fleirri þannig nei."

Viðtalið í heild sinni er hér í spilaranum fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner