Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 20. júní 2020 17:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói: Við ætlum að vera þarna uppi
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur heimsótti Njarðvíkinga þegar flautað var til leiks á Rafholtsvellinum í 2.deild karla í dag. Völsungar áttu fá svör við Mikael Nikulássyni og félögum í Njarðvík.

„Ég er mjög ósáttur við að tapa, hefði viljað fá meira út úr þessum leik en ég held við höfum ekki átt það skilið svona heilt yfir." Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs eftir leikinn í dag.

„Það er 1-1 í hálfleik og þá erum við búnir að sleppa í gegn og hann verja í slá svo staðan 4-3 fyrir Njarðvík í hálfleik hefði kannski verið eðlileg en þeir eru með mikil einstaklingsgæði og spila mjög direct þannig það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar það er sparkað upp í færurnar og skrokkinn á honum þarna uppi og það er mjög erfitt að eiga við þetta og svo eru þeir að hlaupa og vinna vel í kringum hann."

„Ég er mjög ósáttur með þessi tvö mörk sem við leyfum þeim að skora á okkur í seinni hálfleik, þau eru alveg eins, maðurinn fær að taka boltann niður fyrir framan teiginn og þeir fá þarna víti sem að markmaðurinn okkar ver vel en heilt yfir þá hefði þetta átt að vera meira á töflunni en það segir svolítið um varnarleik liðana."


Jóhann Kristinn vill þó meina að það sé ýmist hægt að taka úr þessum leik.
„Við erum að spila okkur samann, við skulum alveg kasta því inn. Það glittir í margt í þessu og ég er bara mjög spenntur fyrir framhaldinu."

Jóhann Kristinn býst þó ekki við frekari styrkingum fyrir sumarið.
„Nei, það er nú bara þannig að það er mjög erfitt fyrir okkur að vera að styrkja okkur og ég held við séum búnir að manna þær stöður heima sem eru lausar í vinnu þannig ég held við getum ekki fengið fleirri þannig nei."

Viðtalið í heild sinni er hér í spilaranum fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner