Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   lau 20. júní 2020 17:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói: Við ætlum að vera þarna uppi
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur heimsótti Njarðvíkinga þegar flautað var til leiks á Rafholtsvellinum í 2.deild karla í dag. Völsungar áttu fá svör við Mikael Nikulássyni og félögum í Njarðvík.

„Ég er mjög ósáttur við að tapa, hefði viljað fá meira út úr þessum leik en ég held við höfum ekki átt það skilið svona heilt yfir." Sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Völsungs eftir leikinn í dag.

„Það er 1-1 í hálfleik og þá erum við búnir að sleppa í gegn og hann verja í slá svo staðan 4-3 fyrir Njarðvík í hálfleik hefði kannski verið eðlileg en þeir eru með mikil einstaklingsgæði og spila mjög direct þannig það er mjög erfitt að eiga við þetta þegar það er sparkað upp í færurnar og skrokkinn á honum þarna uppi og það er mjög erfitt að eiga við þetta og svo eru þeir að hlaupa og vinna vel í kringum hann."

„Ég er mjög ósáttur með þessi tvö mörk sem við leyfum þeim að skora á okkur í seinni hálfleik, þau eru alveg eins, maðurinn fær að taka boltann niður fyrir framan teiginn og þeir fá þarna víti sem að markmaðurinn okkar ver vel en heilt yfir þá hefði þetta átt að vera meira á töflunni en það segir svolítið um varnarleik liðana."


Jóhann Kristinn vill þó meina að það sé ýmist hægt að taka úr þessum leik.
„Við erum að spila okkur samann, við skulum alveg kasta því inn. Það glittir í margt í þessu og ég er bara mjög spenntur fyrir framhaldinu."

Jóhann Kristinn býst þó ekki við frekari styrkingum fyrir sumarið.
„Nei, það er nú bara þannig að það er mjög erfitt fyrir okkur að vera að styrkja okkur og ég held við séum búnir að manna þær stöður heima sem eru lausar í vinnu þannig ég held við getum ekki fengið fleirri þannig nei."

Viðtalið í heild sinni er hér í spilaranum fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner