sun 20. júní 2021 16:02
Victor Pálsson
Wijnaldum neitaði boði frá Liverpool - Peningavesen í Mílan
Mynd: Getty Images
Bæði Liverool og Inter Milan reyndu að semja við Georginio Wijnaldum áður en hann hélt til Frakklands og gerði samning við Paris Saint-Germain.

Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Humphry Nijman, en Wijnaldum gengur frítt í raðir PSG í lok mánaðar frá Liverpool.

Liverpool reyndi að bjóða Hollendingnum nýjan samning og vildi Inter þá semja við hann í byrjun árs.

„Hann átti frábæran tíma hjá Liverpool. Þetta byrjaði allt saman þegar við heimsóttum herra Klopp og þar var planað að vinna deildina og Meistaradeildina sem gekk upp," sagði Nijman.

„Samningur hans var að renna út eftir tímabilið - auðvitað var reynt að halda honum en hann tók aðra ákvörðun."

„Þetta byrjaði snemma, Inter Milan sýndi honum áhuga í janúar. Þeir gerðu honum tilboð en það var vesen með eigandann að ná peningum frá Kína."

„Þeir gerðu honum mjög, mjög gott tilboð. Þetta hefði getað verið alvöru möguleiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner