Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júní 2022 22:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður í Bestu deildinni jafnvel þó liðið fari ekki upp
Kjartan Kári fagnar marki með Gróttu.
Kjartan Kári fagnar marki með Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hinn 18 ára gamli Kjartan Kári Halldórsson hefur farið á kostum með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar.

Hann er búinn að gera níu mörk í níu keppnisleikjum í sumar og þar af hafa sex þeirra komið í Lengjudeildinni þar sem hann er markahæstur. Það var talað um það í Innkastinu á dögunum að þessi drengur verði ekki í Lengjudeildinni á næsta ári.

„Hann er að fara í Bestu deildina á næsta ári, sama hvort Grótta geri það eða ekki,” sagði Sæbjörn Þór Steinke í Innkastinu.

„Ég er sammála því, frábær leikmaður. Hann er búinn að stimpla sig stórkostlega inn,” sagði Baldvin Borgarsson.

„Ég gæti alveg séð Víking eða Breiðablik taka hann,” sagð Sæbjörn.

Einnig var rætt um leikmanninn í útvarpsþættinum á laugardag. „Þetta er spennandi strákur sem er að fara yfir markafjölda sinn á síðustu leiktíð. Hann er fæddur árið 2003 og er U19 landsliðsmaður. Hrikalega flott byrjun hjá honum,” sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

Kjartan Kári er búinn að fara erlendis á reynslu - til Bodö/Glimt í Noregi - og er alls ekki ólíklegt að hann fari bara beint út ef hann heldur svona áfram.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Útvarpsþátturinn - Hannes, Besta-deildin og Lengjudeildin
Athugasemdir
banner
banner
banner