Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 20. júní 2024 11:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður KR: Leikmenn koma ekkert að þessari ákvörðun
Páll Kristjánsson.
Páll Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningi Gregg Ryder hefur verið sagt upp.
Samningi Gregg Ryder hefur verið sagt upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hversu lengi það verður, verður bara að koma í ljós'
'Hversu lengi það verður, verður bara að koma í ljós'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningi Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari fyrr í dag. Ástæðan fyrir því var óviðunandi árangur KR liðsins. Gregg var ráðinn síðasta haust, KR byrjaði tímabilið vel undir hans stjórn en frá sigrinum í 2. umferð hefur einungis einn leikur í Bestu deildinni unnist.

KR er í 8. sæti með 11 stig eftir 10 leiki. Fótbolti.net ræddi við Pál Kristjánsson sem er formaður knattspyrnudeildar KR.

Þurftu að gera þessa breytingu
Það byrja að heyrast sögur í gærmorgun og talað um einhverja fundi. Hvernig er ferlið og hafa leikmenn eitthvað að segja?

„Þetta er í rauninni að öllu leyti ákvörðun stjórnar og þeirra sem standa að stjórninni. Leikmenn koma ekkert að þessari ákvörðun, engin krafa frá leikmönnum. Þetta er kalt mat út frá úrslitum og "trendinu" í undanförnum leikjum; hvernig leikir hafa verið að tapast og hvernig okkur finnst hlutirnir hafa verið að snúast í öfuga átt. Við mátum það sem svo að það þyrfti að gera þessa breytingu til að snúa þessu við."

Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari í þjálfaratíð Gregg, stýrir næsta leik KR sem er útileikur gegn Víkingi á laugardag. Kemur einhver nýr inn í teymið?

„Við erum með stórt teymi í kringum liðið í dag, margir þjálfarar í teyminu og margir í félaginu sem standa að liðinu. Pálmi þarf að melta þetta sjálfur."

Flýta sér hægt
Eruð þið byrjaðir að leita að næsta þjálfara liðsins?

„Í rauninni teljum við að liðið sé í góðum höndum hjá Pálma. Hversu lengi það verður, verður bara að koma í ljós. Við erum í þeirri stöðu í dag að við leyfum næstu dögum að líða, meltum stöðuna og svo vöndum við okkur. Auðvitað þurfum við að flýta okkur, en við flýtum okkur hægt."

Alltaf opnir fyrir styrkingu
Metið þið stöðuna þannig að það þarf að styrkja leikmannahópinn í glugganum?

„Við erum alltaf opnir fyrir því að styrkja liðið, alltaf."

Engin umræða um Óskar Hrafn
Var rætt við Óskar Hrafn um möguleikann á því að taka við sem þjálfari núna?

„Óskar er ráðgjafi knattspyrnudeildar og er búinn að segja það algjörlega skýrt frá upphafi að hann hafi ekki áhuga á því að taka við meistaraflokki. Það var engin pressa eða umræða um hann. Hann hefur ekki verið inn í myndinni núna til að taka við liðinu, þess vegna er Pálmi kallaður til," sagði Páll að lokum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner