Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fim 20. júní 2024 22:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við betri. Við byrjum leikinn vel og svo meiðist Agla María og það tók okkur tíma og komast inni í leikinn eftir það og þá lendum við undir en í seinni hálfleik vorum við mjög góðar. Þær skora svo í skyndisókn þegar við vorum opnar til baka. Við getum tekið það með okkur að við vorum mjög góðar í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í Bestu deild kvenna. Tapið var fyrsta tap Blika í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, fór meidd út af snemma leiks og leit það ekki alltof vel út.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið."

Víkingar voru tilbúnar í mikinn baráttuleik og spiluðu mjög hart gegn Blikunum sem áttu erfitt með að ráða við heimakonur í dag.

„Ég er sammála að þær voru ofan á í baráttunni. Þær voru orkumiklar og barátttuglaðar og það þarf að gefa þeim kredit fyrir hvernig þær gerðu þessa hluti í dag.

Ljóst er nú að Blikarnir eru ekki ósigrandi, fram að þessu hafði gjörsamlega allt gengið upp hjá liðinu og sigrarnir hrannast inn.

„Þetta var óhjákvæmilegt, það hefði verið gaman að vera ósigraðar eins lengi og mögulegt er. Þetta er bara einn af þessum hlutum og svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner