Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Sesar var maður leiksins - „Get ekki lýst þessu"
Eggert Gunnþór: Á öðrum degi hefðum við getað skorað 5-6 mörk
Selfoss vann tvöfalt - „Getum ekki beðið um meira"
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
„Vildi alltaf skíttapa seinasta æfingaleiknum fyrir mót"
Smá brotinn í fyrra - „Aðeins of mikið eins og þetta væri eini sénsinn"
Haraldur Freyr: Ekki í ljósi þess hve var búið að gefa fordæmi fyrir
Magnús Már: Sagði að hann væri að fara að koma með okkur hingað
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
   fim 20. júní 2024 22:31
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er vonsvikinn með fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleik vorum við betri. Við byrjum leikinn vel og svo meiðist Agla María og það tók okkur tíma og komast inni í leikinn eftir það og þá lendum við undir en í seinni hálfleik vorum við mjög góðar. Þær skora svo í skyndisókn þegar við vorum opnar til baka. Við getum tekið það með okkur að við vorum mjög góðar í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í Bestu deild kvenna. Tapið var fyrsta tap Blika í sumar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir, kantmaður Breiðabliks, fór meidd út af snemma leiks og leit það ekki alltof vel út.

„Ég er ekki viss um stöðuna á henni. Þetta voru hnémeiðsli og hún liggur ekki eftir nema að það sé eitthvað alvarlegt að plaga hana. Við þurfum bara að bíða og sjá hvernig það fer. Meiðsli hennar höfðu áhrif á leikinn. Við þurftum að hrista upp í þessu og við vorum lengi að komast í gang í kjölfarið."

Víkingar voru tilbúnar í mikinn baráttuleik og spiluðu mjög hart gegn Blikunum sem áttu erfitt með að ráða við heimakonur í dag.

„Ég er sammála að þær voru ofan á í baráttunni. Þær voru orkumiklar og barátttuglaðar og það þarf að gefa þeim kredit fyrir hvernig þær gerðu þessa hluti í dag.

Ljóst er nú að Blikarnir eru ekki ósigrandi, fram að þessu hafði gjörsamlega allt gengið upp hjá liðinu og sigrarnir hrannast inn.

„Þetta var óhjákvæmilegt, það hefði verið gaman að vera ósigraðar eins lengi og mögulegt er. Þetta er bara einn af þessum hlutum og svona er fótboltinn."
Athugasemdir
banner
banner