
Lars Lagerback, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. hefur verið í Svíþjóð að gefa stelpunum ráð á Evrópumótinu, en segist bara vera hér sem stuðningsmaður íslenska liðsins.
,,Nei í raun ekki. Undir eðlilegum kringumstæðum þá myndi ég styðja sænska liðið, en núna vinn ég fyrir KSÍ og styð íslenska liðið. Það er ekkert vandamál fyrir mig, eins og karlalandsliðið þá er góður andi hér og þetta er gott lið og vonandi gengur þeim vel á morgun," sagði Lars.
,,Ég og Siggi Raggi höfum talað mikið saman og höfum unnið lengi saman. Þegar við sátum saman í maí eða júní þá bað hann mig um að koma og styðja þær og það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað, til þess að styðja þær."
,,Það eina sem ég hef gert þegar ég hef fylgst með þessum leikjum er að við setjumst niður og tölum um fótbolta og leikina. Ef ég segi eitthvað og þau trúa á það, þá geta þau notað það, en Siggi og þjálfaraliðið er á bakvið árangurinn."
,,Ég veit það ekki alveg. Ég hef ekki fylgst mikið með sænska liðinu, en auðvitað er sænska liðið talið líklegra til sigurs ef við horfum á úrslitin," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir