Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
banner
   lau 20. júlí 2024 10:47
Ívan Guðjón Baldursson
Bologna samþykkir tilboð frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori er á leið til Arsenal eftir að Bologna samþykkti kauptilboð frá enska stórveldinu í dag.

Arsenal hefur verið í viðræðum við Bologna undanfarnar vikur en þær virtust vera að sigla í strand þar sem félögin voru ekki að finna samkomulag um kaupverð.

Calafiori hefur allan tímann viljað ganga í raðir Arsenal frá því að félagið sýndi honum fyrst áhuga í sumar. Chelsea og fleiri félög sýndu mikinn áhuga en leikmaðurinn gaf Arsenal forgang allan tímann.

Arsenal borgar um 45 milljónir til að krækja í Calafiori, sem gerir fimm ára samning.

Calafiori er 22 ára gamall og braust í sviðsljósið með frábærri frammistöðu fyrir Bologna á síðustu leiktíð áður en hann mætti með ítalska landsliðinu á EM og var einn af fáum ljósum punktum liðsins í Þýskalandi.

Calafiori leikur sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað sem vinstri bakvörður, alveg eins og pólski varnarmaðurinn Jakub Kiwior sem var keyptur úr ítalska boltanum í fyrra.

Calafiori verða fyrstu kaup Arsenal í sumar eftir komu markvarðanna David Raya og Lucas Nygaard.
Athugasemdir
banner
banner
banner