Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Mainz í sambandi við Choupo-Moting
Mynd: EPA
Kamerúnski sóknarmaðurinn Eric Maxim Choupo-Moting gæti verið áfram í Þýskalandi eftir allt saman en Mainz er í sambandi við föruneyti leikmannsins.

Síðustu sex ár Choupo-Moting hafa verið þau stærstu á ferli hans en hann var á mála hjá Paris Saint-Germain frá 2018 til 2020 áður en hann samdi við Bayern München.

Hann lék með Bayern í fjögur ár en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu í sumar.

Framherjinn er því án félags sem stendur en það er góður möguleiki á að hann verði áfram í þýska boltanum.

Fabrizio Romano segir að Mainz hafi verið í sambandi við föruneyti leikmannsins. Choupo-Moting var á mála hjá Mainz frá 2011 til 2014 þar sem hann gerði 22 mörk í 81 leik.

Hann er með nokkur járn í eldinum. Félög í Mið-Austurlöndunum hafa sýnt honum áhuga og þá var hann orðaður við Barcelona og nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni og Seríu A á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner