Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Dómarabras og tölfræði um allan andskotann
Maggi Bö og Atli Sigurjóns.
Maggi Bö og Atli Sigurjóns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég gerði ekki neitt"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar léku í afmælisbúningi í gær.
KR-ingar léku í afmælisbúningi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn FH geta glaðst yfir gengi liðsins.
Stuðningsmenn FH geta glaðst yfir gengi liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR goðsögn á leik KR og Víkings í gær.
KR goðsögn á leik KR og Víkings í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferðir eru búnar í Pepsi Max-deildarinni. Fótbolti.net heldur uppteknum hætti og gerir upp hverja umferð með því að halda sérstakt lokahóf eftir hverja umferð!

Lokahófið er á léttu nótunum en við erum alltaf tilbúin að taka við kvörtunum í gegnum tölvupóst!

Leikur umferðarinnar: Leikur Breiðabliks og Vals var tvímælalaust leikur umferðarinnar. Boðið var uppá sex mörk í 3-3 jafnteflisleik liðanna. Mikill hiti var á milli leikmanna í leiknum og leikurinn var einnig mjög kaflaskiptur þar sem Valur komst í 2-0 strax í fyrri hálfleik en Breiðablik skoraði næstu þrjú mörk. Haukur Páll jafnaði síðan metin seint í seinni hálfleik.

EKKI lið umferðarinnar:


Dómarabras umferðarinnar: Það var smá meiðslabras á dómurum í umferðinni en í tveimur leikjum varð að skipta um dómara. Þorvaldur Árnason dómari leiks Grindavíkur og HK stífnaði í læri og varð að fara af velli í hálfleik og Pétur Guðmundsson varadómari dæmdi síðari hálfleik. Í vesturbænum meiddist Andri Vigfússon aðstoðardómari eftir um klukkutíma leik og Elías Ingi Árnason varadómari kom inn á línuna í hans stað.

Tölfræði umferðarinnar: Tölfræðin segir að þegar Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals fer af velli tapa Valsarar niður forystu. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals vildi lítið gefa fyrir þessa tölfræði. „Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann þannig ég veit ekkert um það," sagði Óli í viðtali eftir leik.

Búningur umferðarinnar: KR lék í sérstökum afmælisbúningum gegn Víkingi en KR fagnar 120 ára afmæli sínu á þessu ári.


Hálfleiksræða umferðarinnar: Fyrri hálfleikur FH-Fylkis var ótrúlega bragðdaufur en bæði lið mættu hrikalega vel stemmd inní seinni hálfleik sem að varð að prýðis skemmtun.

Vítaspyrnuklúður umferðarinnar: Hallgrímur Mar Steingrímsson lét Halldór Pál Geirsson markvörð ÍBV verja frá sér úr vítaspyrnu á 94. mínútu í stöðunni 1-1 í Vestmannaeyjum. Annan leikinn í röð klúðrar Hallgrímur Mar vítaspyrnu fyrir KA en í fyrra skiptið náði hann frákastinu og skoraði.

Hiti umferðarinnar: Það myndaðist mikill hiti undir lok leiks þegar að Morten Beck stappar á andlitinu á Ólaf Inga og fékk réttilega rautt spjald. Klárlega óviljaverk en ótrúlega klaufalegt og er hann í banni núna.

Hvar voru áhorfendurnir í Eyjum? Það voru sennilega innan við 200 áhorfendur á leik ÍBV og KA í Vestmannaeyjum í blíðskaparveðri á sunnudaginn. Sennilega voru í kringum 20 áhorfendur frá KA á leiknum en rúmlega 150 Eyjamenn á leik í efstu deild er varla boðlegt. Burt séð frá því hvernig gengur hjá liðinu.

Dómari umferðarinnar: Ívar Orri dæmdi leik Breiðabliks og Vals frábærlega þar sem hann fékk 9,8 í einkunn. „Afbragðs leikur hjá Ívari, hrikalega erfiður leikur að dæma og mikill hiti í þessu, Valsarar vildu víti sem mér fannst vel dæmt hjá Ívari að sleppa, eina sem kemur í veg fyrir að hann fái 10 er að mér fannst hann eiga að spjalda Hauk Pál fyrir að toga vel í Gísla eitt skiptið til að stoppa hann," skrifaði Baldvin Már Borgarson í Skýrslunni um leikinn.
Innkastið - Keppst við að stimpla sig í fallbaráttu
Athugasemdir
banner
banner
banner