Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 16:51
Elvar Geir Magnússon
Elfar dæmdur í þriggja leikja bikarbann fyrir að kasta spjaldinu
Mynd: Eyþór Árnason
Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann frá bikarkeppni KSÍ.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag.

Elfar fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í síðustu viku en hann átti ljóta tæklingu á Ágúst Eðvald Hlynsson.

Eftir að Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu tók Elfar það af honum og henti spjaldinu á gervigrasið.

Elfar verður því í banni í þremur fyrstu bikarleikjum síns liðs á næsta tímabili. Spjöld í deild- og bikar eru aðskilin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner