„Þetta var meiriháttar, sérstaklega ef litið er til síðustu helgar, sem var mjög lélegt og við vildum viðbrögð frá sjálfum okkur og fengum það," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis eftir að hans menn lögðu Leikni 3-1 og björguðu sér endanlega frá falli þó það hafi verið langsótt.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 Leiknir R.
„Við vorum búnir að fá dauðafæri og áttum hugsanlega að fá vítaspyrnu. Menn eru ekkert í fótbolta til að vilja vera lélegir. 7 eða 8-0 hefði ekkert verið ósanngjarnt, þvílík aragrúa af færum."
„Við erum búnir að tapa eitthvað af leikjum og auðvitað er maður aldrei sáttur alveg. Ég vissi alveg að ég myndi ekkert smella fingrum og það kæmi annað lið út."
„Jájá ég verð áfram, ég vil það og það er gagnkvæmur vilji og það bendir allt til þess já," sagði Hermann að lokum.
Athugasemdir