Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 20. september 2020 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Newcastle og Brighton: Lallana bekkjaður
Callum Wilson byrjar í fremstu víglínu við hlið Andy Carroll.
Callum Wilson byrjar í fremstu víglínu við hlið Andy Carroll.
Mynd: Getty Images
Newcastle United tekur á móti Brighton í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Steve Bruce breytir engu í liði heimamanna eftir sigur gegn West Ham í fyrstu umferð. Varalið Newcastle hafði svo betur gegn Blackburn í deildabikarnum í vikunni og gerir Bruce tíu breytingar á því liði. Javier Manquillo er sá eini sem byrjar alla leikina þrjá síðustu sjö daga.

Brighton gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem tapaði fyrir Chelsea í fyrstu umferð. Heimamenn í Brighton sýndu góða takta og voru óheppnir að tapa.

Aaron Connolly kemur inn í liðið í stað Adam Lallana sem fer á bekkinn. Graham Potter gerir ellefu breytingar á liðinu sem vann Portsmouth 4-0 í deildabikarnum í vikunni.

Newcastle: Darlow, Manquillo, Fernandez, Lascelles, Lewis, Hayden, Shelvey, Hendrick, Saint-Maximin, Carroll, Wilson
Varamenn: Gillespie, Clark, Joelinton, Ritchie, Krafth, Fraser, Almiron

Brighton: Ryan, White, Webster, Dunk, Lamptey, March, Connolly, Bissouma, Alzate, Maupay, Trossard
Varamenn: Steele, Burn, Veltman, Bernardo, Gross, Lallana, Jahanbakhsh
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner