Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 20. september 2020 14:04
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Bröndby stal sigrinum gegn Ragga Sig og félögum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Hjörtur Hermannsson voru í sitthvoru byrjunarliðinu er FC Kaupmannahöfn tók á móti Bröndby í annarri umferð danska ofurdeildartímabilsins.

Kamil Wilczek kom heimamönnum yfir snemma leiks en Jesper Lindström jafnaði fyrir gestina og staðan jöfn í leikhlé eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Heimamenn í Kaupmannahöfn voru mun betri í síðari hálfleik en náðu ekki að koma knettinum í netið. Mikael Uhre stal sigrinum fyrir Bröndby með marki þvert gegn gangi leiksins í uppbótartíma.

Kaupmannahöfn 1 - 2 Bröndby
1-0 Kamil Wilczek ('12)
1-1 Jesper Lindström ('31)
1-2 Mikael Uhre ('94)

Aron Elís Þrándarson kom þá við sögu er OB gerði jafntefli við Nordsjælland.

Staðan var markalaus í leikhlé eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik en heimamenn í Óðinsvé tóku stjórn á leiknum í síðari hálfleik.

Gestirnir tóku þó forystuna á 55. mínútu en skömmu síðar var Emmanuel Sabbi búinn að jafna fyrir OB.

Aron Elís kom inn á 77. mínútu en tókst ekki að breyta gangi mála og lokatölur urðu 1-1.

Bröndby er með sex stig, OB með fjögur og er Kaupmannahöfn án stiga.

Odense 1 - 1 Nordsjælland
0-1 Isaac Atanga ('55)
1-1 Emmanuel Sabbi ('57)
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner