Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð2Sport 
Arnar byrjaði viðtalið á öskri - „Ég bara vúúú"
Arnar á hliðarlínunni í gær.
Arnar á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals beint eftir sigur Víkings gegn KR í gær. Endirinn á leiknum var ansi dramatískur, Víkingur komst yfir þegar skammt var eftir og í uppbótartíma fóru rauð spjöld á loft og KR fékk vítaspyrnu.

Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og tryggði sínu liði stigin þrjú. Víkingur er komið upp í toppsæti deildarinnar og verður Íslandsmeistari ef liðið sigrar Leikni í lokaumferðinni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Arnar var eðlilega hátt uppi í viðtalinu við Gunnlaug Jónsson á Stöð2Sport.

„Ég bara vúúú. Þetta var rosalegt. Ég sagði þér fyrir leikinn að það myndi eitthvað gerast í lokin,“ sagði Arnar og benti síðan á leikmenn sína fagna með mögnuðum stuðningsmönnum sínum. „Sjáðu þetta. Þetta er eitthvað fáránlegt handrit. Þetta er ótrúlegt. Ég er búinn að vera í þessum leik í mörg ár en þetta var eitthvað allt annað," bætti Arnar við.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Arnar bæði við Stöð2Sport og viðtalið sem hann var í við Fótbolta.net. Einnig má sjá viðtal við hetjuna Ingvar Jónsson.


Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans
Arnar: Þurfum bara að treysta prócessnum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner