Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 20. september 2021 22:25
Magnús Þór Jónsson
Brynjar: Þvoði þvott yfir leikjunum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stór sigurinn hjá HK í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn, 1-0 og vonin um áframhaldandi veru í efstu deild lifir.

Mér fannst þetta gríðarlega góður leikur að okkar hálfu. Við vitum hvernig Stjarnan spilar, mikið af löngum boltum og barátta um seinni boltann. Við urðum að jafna eða vera betri í því en Stjarnan og ég tel okkur hafa verið það.

Leikurinn í kvöld var sá eini á meðan að hinir leikirnir fimm fóru fram í gær. Var það eitthvað sem hafði áhrif á undirbúning HK?

Þetta skipti mig sjálfan ekki máli. Ég fylgdist ekkert með leikjunum í gær, er búinn að sjá úrslitin en ekkert að blanda mér í annarra drama, við eigum alveg nóg með sjálfa okkur. Ég þvoði þvott, borðaði og fór í sund á meðan að leikirnir voru í gangi í gær.

Það var risaatvik í síðari hálfleik þegar Birnir Snær Ingason fékk annað gult spjald fyrir leikaraskap. Hver er sýn Brynjars á það?

Mér fannst það ódýrt. Fyrra spjaldið hans allavega mjög ódýrt. Það seinna, ef þetta var dýfa var þetta gult spjald en ef þetta var víti var það mjög óheppilegt fyrir dómarann. Ef þetta var á mörkunum þá á það ekki að vera spjald. Dómarinn þarf að vera ansi viss í sinni sök til að reka hann útaf.

Kópavogsslagur sem HK þarf að klára til að vera vissir um að halda sér uppi.

Ég spái því að þetta verði hádramatískt eins og var í gær og í dag. Birnir verður ekki með og við tökum stöðuna á Leif á morgun eða hinn á meðan Martin kemur inn. Við erum með þokkalega góðan hóp og þeir sem komu inn í dag voru allir klárir.

Ég held að menn ættu að ná sér í miða og tjalda bara á föstudaginn fyrir leikinn.

Athugasemdir
banner