Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 20. september 2021 22:25
Magnús Þór Jónsson
Brynjar: Þvoði þvott yfir leikjunum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stór sigurinn hjá HK í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn, 1-0 og vonin um áframhaldandi veru í efstu deild lifir.

Mér fannst þetta gríðarlega góður leikur að okkar hálfu. Við vitum hvernig Stjarnan spilar, mikið af löngum boltum og barátta um seinni boltann. Við urðum að jafna eða vera betri í því en Stjarnan og ég tel okkur hafa verið það.

Leikurinn í kvöld var sá eini á meðan að hinir leikirnir fimm fóru fram í gær. Var það eitthvað sem hafði áhrif á undirbúning HK?

Þetta skipti mig sjálfan ekki máli. Ég fylgdist ekkert með leikjunum í gær, er búinn að sjá úrslitin en ekkert að blanda mér í annarra drama, við eigum alveg nóg með sjálfa okkur. Ég þvoði þvott, borðaði og fór í sund á meðan að leikirnir voru í gangi í gær.

Það var risaatvik í síðari hálfleik þegar Birnir Snær Ingason fékk annað gult spjald fyrir leikaraskap. Hver er sýn Brynjars á það?

Mér fannst það ódýrt. Fyrra spjaldið hans allavega mjög ódýrt. Það seinna, ef þetta var dýfa var þetta gult spjald en ef þetta var víti var það mjög óheppilegt fyrir dómarann. Ef þetta var á mörkunum þá á það ekki að vera spjald. Dómarinn þarf að vera ansi viss í sinni sök til að reka hann útaf.

Kópavogsslagur sem HK þarf að klára til að vera vissir um að halda sér uppi.

Ég spái því að þetta verði hádramatískt eins og var í gær og í dag. Birnir verður ekki með og við tökum stöðuna á Leif á morgun eða hinn á meðan Martin kemur inn. Við erum með þokkalega góðan hóp og þeir sem komu inn í dag voru allir klárir.

Ég held að menn ættu að ná sér í miða og tjalda bara á föstudaginn fyrir leikinn.

Athugasemdir
banner