Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 20. september 2021 22:25
Magnús Þór Jónsson
Brynjar: Þvoði þvott yfir leikjunum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stór sigurinn hjá HK í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn, 1-0 og vonin um áframhaldandi veru í efstu deild lifir.

Mér fannst þetta gríðarlega góður leikur að okkar hálfu. Við vitum hvernig Stjarnan spilar, mikið af löngum boltum og barátta um seinni boltann. Við urðum að jafna eða vera betri í því en Stjarnan og ég tel okkur hafa verið það.

Leikurinn í kvöld var sá eini á meðan að hinir leikirnir fimm fóru fram í gær. Var það eitthvað sem hafði áhrif á undirbúning HK?

Þetta skipti mig sjálfan ekki máli. Ég fylgdist ekkert með leikjunum í gær, er búinn að sjá úrslitin en ekkert að blanda mér í annarra drama, við eigum alveg nóg með sjálfa okkur. Ég þvoði þvott, borðaði og fór í sund á meðan að leikirnir voru í gangi í gær.

Það var risaatvik í síðari hálfleik þegar Birnir Snær Ingason fékk annað gult spjald fyrir leikaraskap. Hver er sýn Brynjars á það?

Mér fannst það ódýrt. Fyrra spjaldið hans allavega mjög ódýrt. Það seinna, ef þetta var dýfa var þetta gult spjald en ef þetta var víti var það mjög óheppilegt fyrir dómarann. Ef þetta var á mörkunum þá á það ekki að vera spjald. Dómarinn þarf að vera ansi viss í sinni sök til að reka hann útaf.

Kópavogsslagur sem HK þarf að klára til að vera vissir um að halda sér uppi.

Ég spái því að þetta verði hádramatískt eins og var í gær og í dag. Birnir verður ekki með og við tökum stöðuna á Leif á morgun eða hinn á meðan Martin kemur inn. Við erum með þokkalega góðan hóp og þeir sem komu inn í dag voru allir klárir.

Ég held að menn ættu að ná sér í miða og tjalda bara á föstudaginn fyrir leikinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner