Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 20. september 2021 22:25
Magnús Þór Jónsson
Brynjar: Þvoði þvott yfir leikjunum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var stór sigurinn hjá HK í kvöld þegar Stjarnan kom í heimsókn, 1-0 og vonin um áframhaldandi veru í efstu deild lifir.

Mér fannst þetta gríðarlega góður leikur að okkar hálfu. Við vitum hvernig Stjarnan spilar, mikið af löngum boltum og barátta um seinni boltann. Við urðum að jafna eða vera betri í því en Stjarnan og ég tel okkur hafa verið það.

Leikurinn í kvöld var sá eini á meðan að hinir leikirnir fimm fóru fram í gær. Var það eitthvað sem hafði áhrif á undirbúning HK?

Þetta skipti mig sjálfan ekki máli. Ég fylgdist ekkert með leikjunum í gær, er búinn að sjá úrslitin en ekkert að blanda mér í annarra drama, við eigum alveg nóg með sjálfa okkur. Ég þvoði þvott, borðaði og fór í sund á meðan að leikirnir voru í gangi í gær.

Það var risaatvik í síðari hálfleik þegar Birnir Snær Ingason fékk annað gult spjald fyrir leikaraskap. Hver er sýn Brynjars á það?

Mér fannst það ódýrt. Fyrra spjaldið hans allavega mjög ódýrt. Það seinna, ef þetta var dýfa var þetta gult spjald en ef þetta var víti var það mjög óheppilegt fyrir dómarann. Ef þetta var á mörkunum þá á það ekki að vera spjald. Dómarinn þarf að vera ansi viss í sinni sök til að reka hann útaf.

Kópavogsslagur sem HK þarf að klára til að vera vissir um að halda sér uppi.

Ég spái því að þetta verði hádramatískt eins og var í gær og í dag. Birnir verður ekki með og við tökum stöðuna á Leif á morgun eða hinn á meðan Martin kemur inn. Við erum með þokkalega góðan hóp og þeir sem komu inn í dag voru allir klárir.

Ég held að menn ættu að ná sér í miða og tjalda bara á föstudaginn fyrir leikinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner