Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías var frábær á móti FCK - „Stærsta upplifunin, ég er orðlaus"
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson, markvörður U21 árs landsliðsins, átti frábæran leik gegn FC Kaupmannahöfn með liði sínu FC Midtjylland í gær og var valinn maður leiksins að leik loknum.

Elías hefur fengið tækifærið í fyrstu umferðum Superliga og haldið hreinu í öllum þremur leikjum deildarleikjunum sem hann hefur spilað og hafa þeir allir unnist. Jonas Lössl hefur verið fjarverandi og Elías gripið tækifærið.

Elías fær mikið lof á samfélagsmiðlum eftir leikinn og honum þakkað fyrir sigurinn gegn FCK. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Midtjylland á heimavelli FCK. Midtjylland lék einum manni færri frá 26. mínútu þegar Evander fékk rauða spjaldið.

„Þetta var frábært hjá okkur og mikill liðssigur eftir að lenda manni einum færri. Þetta er klárlega mín stærsta upplifun á ferlinum til þessa. Ég er orðlaus. Stuðningsmenn voru stórkostlegir og ég er mjög glaður," sagði Elías Rafn eftir leik.

Elías var spurður hvort hann væri orðinn aðalmarkvörður liðsins. „Við sjáum til, Jonas og ég vinnum náið saman og ef það er hann sem er að spila þá styð ég hann og ef ég spila þá býst ég við því sama frá honum."

Það verður samt erfitt að setjast á bekkinn eftir þetta, eða hvað? „Við verðum að sjá hvað þjálfarinn ákveður," sagði Elías að lokum.

Midtjylland er núna á toppi Superliga með 21 stig eftir níu umferðir.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner