Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. september 2021 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Koeman: Höfum ekki hópinn í að spila Tiki-taka
Mynd: Getty Images
Barcelona gerði 1-1 jafnefli gegn Granada í spænsku deildinni í kvöld.

Ronald Araujo bjargaði stigi fyrir liðið með marki á 90. mínútu. Stuðningsmenn hafa miklar áhyggjur af gengi liðsins en liðið var mikið gagnrýnt eftir leik kvöldsins.

Þá sérstaklega fyrir það að Luuk De Jong og miðvörðurinn Gerard Pique voru orðnir fremstu menn undir lokin til að reyna bjarga stigi fyrir liðið.

Ronald Koeman þjálfari liðsins sagði eftir leikinn að þetta væri langt frá því jafn sterkt lið og á gullaldartímabilinu fyrir tæpum 10 árum.

„skoðaðu hópinn sem við höfum, við gerðum það sem við þurftum að gera," sagði Koeman í viðtali við Marca eftir leik kvöldsins.

„Það eru ekki leikmenn í hópnum sem geta spilað tiki-taka bolta. Maður verður að aðlaga leikstílinn að hópnum, ef við þurfum að breyta þá gerum við það."

„Barcelona í dag er ekki Barcelona fyrir átta árum. Við spiluðum eins og Barcelona spilar árið 2021. Við höfum ekki hraðann því Coutinho leitar inná við og Demir tekur ekki hlaupið fram.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner